Svifryksmælar

Smelltu hér til að skoða svifryksmæli næst þér

Starfsleyfi í gildi

Smelltu hér til að skoða

Loftgæðamælingar

Smelltu hér til að skoða

29. desember, 2014

Símkerfi úti

Eitthvað ólag er á símanum hjá okkur og virðist númerið okkar hringja út. Meðan leitað er skýringa og unnið að úrbótum er möguleiki að ná í okkur í gsm. síma 8618660.

Beðist er velvirðingar á óþægindunum.

17. nóvember, 2014

Starfsleyfi til kynningar – loðdýrabú Kirkjuferju

Í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun, er til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands að Austurvegi 65 á Selfossi  eftirfarandi starfsleyfisskilyrði:

– Fyrir loðdýrabú að Kirkjuferju, Ölfusi en fyrir liggur afstaða sveitarfélagsins um að starfsemin sé í samræmi við skipulag og skilgreinda notkun húsanna.

Lesa meira

16. október, 2014

Kvörðun loftgæðamæla lokið

Nú hafa loftgæðamælar í Norðlingaholti, Hveragerði og  Hellisheiði verið kvarðaðir að nýju. Frá og með 13. október sl. hafa mælarnir sýnt niðurstöður skv. nýrri kvörðun.

Því á birting mælinga á brennisteinsvetni að vera komin í lag.

9. október, 2014

Röng birting á mælingum brennisteinsvetnis.

Þann 22. september sl. voru loftgæðamælar í Hveragerði, Norðlingaholti, Hellisheiði og Nesjavöllum stilltir til þess að geta mælt mögulega mengun frá Holuhrauni.

Við þessa breytingu fóru mælarnir að birta  mælingar brennisteinsvetnis sem heildarmælingu fyrir H2S og SO2. Því hefur birting mælinga fyrir brennisteinsvetni verið

Lesa meira

23. september, 2014

Loftgæðamælum OR breytt til að mæla SO2

Til að fá sem gleggsta mynd af SO2 mengun í andrúmslofti vegna eldgossins í Holuhrauni hefur Umhverfisstofnun farið þess á leit við OR/ON að mæla SO2 samhliða mælingum á H2S á loftgæðamælum sínum í Hveragerði, á Hellisheiði og í Norðlingaholti.

Á meðan loftgæðamælar OR/ON mæla SO2 samhliða H2S eru mælingar á H2S ónákvæmari en

Lesa meira