Nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Sigrún Guðmundsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands eftir að Elsa Ingjaldsdóttir lét af störfum, að eigin ósk, eftir 21 árs farsælt starf. Sigrún var valin úr hópi 7 umsækjenda um starfið sem var auglýst í júní sl. Sigrún er mjólkurfræðingur og líftæknifræðingur að mennt og hefur stafað hjá embættinu sem heilbrigðisfulltrúi og sviðsstjóri matvælaeftirlits sl. 13 ár. Einnig býr hún yfir víðtækri reynslu úr matvælaiðnaðinum.